Allar fréttir

Kjarasamningur MFFÍ og SA

Stjórn MFFÍ og SA náðu samkomulagi föstudaginn 3. Maí og voru nýjir kjarasamningar undirritaðir þann dag.

Kynning samhliða kosningu fór svo fram 7. Maí þar sem samningurinn var samþykktur samhljóða af öllum er sóttu fundinn.

Nýjan kjarasamning má finna hér undir UM MFFÍ/REGLUGERÐIR

Með kveðju Stjórn MFFÍ

Ný stjórn MFFÍ

Eftir aðalfund félagins er tekin við ný stjórn hjá MFFÍ

Hana skipa:

Einar Logi Friðjónsson Formaður

Otti Freyr Steinsson Ritari

Bergsveinn Hjalti Magnússon Gjaldkeri

Aðalfundur MFFÍ 2023

Aðalfundur Mjólkurfræðingafélags Íslands fer fram 25. mars að Stórhöfða 29, 110 Reykjavík.

Fundarboð hafa verið send út á félagsmenn.

Heilsustyrkur MFFÍ

Mjólkurfræðingar athugið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýstofnaðan sjóð, heilsustyrkur Mjólkurfræðingafélags Íslands.

Umsóknir berist sem fyrr ásamt kvittun fyrir hverskonar hreyfingu á mjolk@mffi.is

Hreppamjólk leitar að mjólkurfræðimenntuðum starfsmanni.

Hreppamjólk leitar að mjólkurfræðimenntuðum starfsmanni.

Þeir sem standa að Hreppamjólk eru að leita að mjólkurfræðingi til starfa. Hreppamjólk ætlar sér þónokkra hluti á mjólkurmarkaði með aðaláherslu á nýjar vörur og skýra sýn á endurnýtingu hagkerfisins með margnota umbúðum. Um spennandi starf er að ræða fyrir þá sem áhuga hafa á nýsköpun og uppbyggingu nýs fyrirtækis í greininni.

Áhugasamir geta haft samband við Arnar Bjarna í tölvupósti: arnar@landstolpi.is

Aðalfundur 2021

Aðalfundur MFFÍ árið 2021 mun fara fram þann 2. Október að Stórhöfða 29.

Fundarboð hefur verið sent af stað á félagsmenn.


Kveðja stjórnin

Aðalfundur 2021

Kæru félagar

Stjórn MFFÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að aðalfundur MFFÍ muni að öllum líkindum verða haldinn í September 2021.

Sent verður út fundarboð þess til staðfestingar á félagsmenn

Aðalfundi frestað

Aðalfundur MFFÍ sem halda átti þann 17. apríl hefur verið aflýst í ljósi nýrra reglna vegna Covid-19.

Nýtt fundarboð verður sent út þegar línur skýrast.

Kveðja stjórnin

Tilkynning vegna aðalfundar MFFÍ

Aðalfundur MFFÍ sem halda átti þann 28. mars mun ekki fara fram eins og auglýst var vegna Covid-19 veirunar sem vofir yfir okkur.

Nýtt fundarboð mun verða sent út þegar ný dagsetning hefur verið ákveðin.

Kveðja stjórn MFFÍ